Salurinn er fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins. Hann var tekinn í notkun 2. janúar 1999. Tónlistarhús Kópavogs er hluti af menningarmiðstöð bæjarins sem stendur á Borgarholtinu við hlið Gerðarsafns og í nágrenni Kópavogskirkju, en hún er eitt helsta tákn bæjarfélagsins.

Frá því að Salurinn var tekinn í notkun hafa verið haldnir að meðaltali tvennir tónleikar í viku, fjöldi ráðstefna af ýmsu tagi, námskeið, verðlaunaafhendingar, alþjóðlegt skákmót, píanókeppni, afmælisveilsur, fermingar, brúðkaukp og svo mætti áfram telja.

Salurinn rúmar 300 manns í sæti, 200 í sal og 100 á svölum. Lögun Salarins, hallandi gólf og þægileg sæti, skapa nálægð og góð tengsl á milli flytjenda og áheyrenda, en auk þess hefur Salurinn verið rómaður fyrir fallegt útlit og góðan aðbúnað. Forrými Salarins rúmar einnig 300 manns og hentar vel fyrir kynningar og móttökur af ýmsu tagi. Gott aðgengi er fyrir fatlaða.
Tónleikar

Tónleikahald í Salnum er afar fjölbreytt, einleikstónleikar, söngtónleikar, jazztónleikar, kammer- og kórtónleikar, svo eitthvað sé nefnt, þar sem fram koma innlendir og erlendir tónlistarmenn. Salurinn hefur hlotið mikið lof fyrir góðan hljómburð og vandaða tónleika.

Leave a Review

Price
Location
Staff
Services
Food
Publishing ...
Your rating has been successfully sent
Please fill out all fields
Captcha check failed