Jónas Sig á trúnó

Tónlistarmaðurinn Jónas Sig verður með tónleika í Hljómahöll 15. janúar á tónleikaröðinni Trúnó.

Með honum kemur fram hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson og saman munu þeir búa til skemmtilegan hljóðheim í kringum tónlist Jónasar. Tónleikarnir verða á persónulegu nótunum, þar sem Jónas ræðir um hjartans málefni, sem eins og þeir vita sem þekkja, geta farið út í geim og til baka.

Jónas Sig gaf út sína fjórðu plötu fyrir rúmu ári síðan sem ber heitið Milda hjartað. Hefur hún, líkt og þær fyrri, fengið mikið lof, fjölmargar viðurkenningar og lögin trónað á toppi vinsældalista ólíkra útvarpsstöðva.

Missið ekki af tækifærinu til að heyra sögurnar á bakvið lögin og hlusta á galdramennina Jónas og Tómas flytja þau á sinn einstaka hátt.

Tónleikaröðin Trúnó hefur slegið í gegn í Hljómahöll undanfarin misseri. Hugmyndin á bakvið tónleikaröðina er sú að halda stóra tónleika þar sem engu er til sparað en halda þá á minnsta sal Hljómahallar sem tekur aðeins 100 gesti í sæti. Þá eru listamennirnir sem koma fram á tónleikaröðinni vanari að spila fyrir töluvert stærri hóp áhorfenda.

Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00.