Föstudaginn 24. janúar munu Hipsumhaps leggja leið sína á Græna Hattinn og halda tónleika. Þetta verða þeirra fyrstu tónleikar á norðurslóðum.
Hipsumhaps skipa þeir Fannar Ingi og Jökull Breki. Þeir stigu fyrst fram á sjónarsviðið í sumar með lag sitt ‘LSMLÍ (lífið sem mig langar í)’ sem er af mörgum talið eitt af lögum ársins. Í framhaldi af því komu út tvö önnur lög, ‘Honný’ og ‘Fyrsta ástin’, áður en að platan ‘Best gleymdu leyndarmálin’ leit dagsins ljós þann 22. september. Platan hefur hlotið frábærar móttökur frá gagnrýnendum sem og íslenskri alþýðu.
Bandið, konseptið, eða hvað þeir kalla sig, er talið vera með ferskari straumum íslensku tónlistarsenunnar í dag. Láttu sjá þig þann 24. janúar. Stundum virkar lífið eins og bíómynd.
Comments